top of page
Shadowy Motorcycle Shot

Ég sé fólk fara inn
flest í stórmarkaðinn
til að kaupa sig inn í himininn.
Hvar sem litið er á
allflest þrá loks að fá
fundið gleði svo kvíði burt víki
..og þau reyna að kaupa sér himininn

Búðardyrum upp lýk
kreditkortið ég strýk
Því að tómið er ekki orðið minna
Þegar komið er heim
kasta vörunum þeim
sem að keypti ég lausn mína að finna


Ó, ég leita‘ og leita
Ó, ég leita‘ og leita

 

Nú ég þrái að fá
fundið fullnægju þá
sem að trúin er ein fær að veita.
Holdið veikt fær ei kveikt
kalin anda og deigt
hjartastálið sem styrksins vill leita.

 

Ó, ég leita‘ og leita
Ó, ég bið og leita

 

Þess sem leita ég að
loks ég hef uppgötvað
mér við hlið ávallt bjóst til að búa 
Nú ég trúi á hann
sem að lausnina kann
og það kostar mig ekkert að trúa

 

Ef þú vilt eignast það
sem ég er búinn að finna
það býr nú þegar í hjarta þér
Hann knýr á hjartað
býðst að sorgum þínum sinna.
Hann skilur það sem að enginn sér.

 

Ó, ég bið og leita

 

Það sem nú þráir 
þú eiga eða finna
en þorir ekki að ganga inn
Hann vill þú sjáir
að hann gefur sig til sinna
þú kaupir þig ekki í himininn

 

Þó heimur virðist orðinn ær
oftlega niður hann þig slær
Vegurinn frelsarans er fær
finnst hann þér bæði í dag og gær.
Hann stendur staðfastur þér nær
styrkinn þér gefur drottinn kær.
Hans vonarstjarna vísar skær
veitist þér náðargjöfin tær.

 

Komdu nú! Komdu Kristur kær!

En þú kaupir þig ekki til himna

Þú kaupir þig ekki til himna

(Stairway to heaven - Led Zeppelin)

Happy Indian Girl

Þar sem enginn er neitt

Þar sem ekkert er
þar sem enginn fer
þar sem tign er einskis virði
né titil neinn ber.

Þar mig er að finna
þar sem meira er minna.

Þar sem enginn er neitt.

 

Ef þarfnast þú mín
þá ljós ekkert skín

Við skugga skammarinnar
og skíman þér dvín.

Ég skapa vil skjól
„heims um ból“

Þar sem enginn er neitt

Þar sem enginn er neitt

Þar sem enginn er neitt

 

Þegar gengur þér
heimurinn hjá
horfir þér frá.

Þar vil ég vera
og von til þín bera

Þegar enginn vill sjá.

 

Guð þér ei gleymir
og græðir hvern brest
þar sem gatan börnin geymir
sem gleymum við flest .

Hann minna þig má
svo munir þú sjá

Þar sem enginn er neitt.

Þar sem enginn er neitt

Þar sem enginn er neitt

Þar sem enginn vill sjá


Þegar gengur þér heimurinn hjá
horfir þér frá.

Þar sem enginn neitt á

Þar sem enginn vill sjá

Þar er barnið sem gengur þú frá
enginn vill sjá

Þar vil ég vera
og von til þín bera

Þegar enginn vill sjá.

Þar sem enginn er neitt

(Where the streets have no name - U2)

Sat on the Rocks

Á kvöldin ég geng oft um götur og tún
og glaðlega kyrrðina lofa.
Ég skálma og skokka er sól hverfur brún
og skynsamir menn liggja‘ og sofa.

Í sandinum skokka og skóinn minn et
í skít þegar aur í hann fylli.
og haltur á grjótið ég síðan hann set
en sjálfur ég rassinum tylli.

Ég skil vanda heimsins og alhæfi allt
og alheimsins lausn þykist vita.
Mér segir svo hugur, er hroll er mér kalt
að hér ættu allir að sitja.

Ég sé hvernig veraldar sætta má stríð
og sannfæra ofstopa manna.
Og hugurinn hugdettur, erg og í gríð
í hjartnæmar ræður vill hanna.

Þá rétt er ég skilgreini himinn og heim
og hlusta‘ eftir alheimsins tónum.
Á ljóshraða geysist um gjörvallan geim
og gleymi að hella úr skónum.

Ég ganga vil hugdjarfur heiminum mót
í huga býr framfara andi.
Í skyndingu skynja þá stíg ég í fót
að skórinn er fullur af sandi.
 

Alvara lífsins

Candle

„Lof mér tendra sanna trú.
Taktu logann minn!
Berðu hann um sérhvert bú
svo bjarminn færist inn.

Loga tendra, lýstu heim.
Ljómi heimsins ból.
Lýstu öllu‘ af loga þeim
sem lítinn þér ég fól.“

Jesús lífsins loga gaf
sem lýsa má þér nú
„Leyf mér tendra ljós þar af
loga‘ í sannri trú.

Lof mér tendra, ljós við ljós.
Loga berum hans.
Leyf mér tendra trúarljós
í tilvist sérhvers manns.“

Lof mér tendra

(Love me tender)

Cross

Hann kom í nafni kærleikans

Hann kom og hvarf á braut

Hann kom í krafti sannleikans
og kúgun valdsins braut.

Það er ástin ein

Hvað er meira en ástin ein.

Það er ástin ein

Hvað er meira en ástin ein.

Laus við freisting – til frelsunar
fór hann upp á kross.

Svívirtur og sjálfur var
svikinn þó með koss.

Það er ástin ein

Hvað er meira en ástin ein.

Það er ástin ein

Hvað er meira en ástin ein.

(hún ein varir)

Við hörmunganna hróp og níð
heldur á krossins stað
Með ræningjum og rustalýð
það reynist fullkomnað.

Það er ástin ein

Hvað er meira en ástin ein.

Það er ástin ein

Hvað er meira en ástin ein.

Ástin ein

(In the name of Love - U2)

Church Interior

Fagnandi kom heim
hingað gakk þú inn.
Kraftaverkin víst
vitrast munu enn.

Finn mitt hjarta slá
harmur víki frá.

Fagnandi kom heim
í heimalandið þitt.

Kný – og þér mun opnast
Leita – og þú finna munt

Bið - og þér mun gefast

Lykillinn heim mínum að.

Ég mun bíða þín
opnum faðmi þar.

Bíð þar aðeins þín

Fagnandi kom heim.

 

Kný – og þér mun opnast
Leita – og þú finna munt

Bið - og þér mun gefast

Lykillinn heim mínum að.

Ég mun bíða þín
opnum faðmi þar.

Bíð þar aðeins þín

Fagnandi kom heim

Ég bíð aðeins þín

Fagnandi kom heim

 

Gunnar Sigurjónsson

Fagnandi kom heim

(Welcome to my world)

Shadowy Motorcycle Shot

Ég hef farið hæstu hæðir
ég hef hlaupið vítt um völl

Til þess að finna þig
Til þess að finna þig

Ég hef hlaupið, ég hef skriðið

Ég hef klifið hæstu fjöll.

Öll heimsins fjöll

Til þess að finna þig.

En ég þrái að fá
loksins fundið þig.

En ég þrái að fá
loksins fundið þig.

Ég hef elskað, ó svo heitt
eignast allt og ekki neitt.

Ást finn ég brenna
um æðar mér renna.

Þó ég tali tungum engla
trúi fjöllin færist úr stað

Ætti ég ekkert
væri ég ekkert.

En ég þrái að fá
loksins fundið þig.

En ég þrái að fá
loksins fundið þig.

 

Ég trúi, spádómsgáfur hverfi
Tungur þagni’ og þekking í þrot
líði’ undir lok.

Ég er enn að leita
Bið og leita.

Leita þín.

Þó dyr ég knúi

Finn ég þig þar?

Finn ég þig þar

Þú veist að ég trúi.

En ég þrái að fá
loksins fundið þig.

En ég þrái að fá
loksins fundið þig.

En ég þrái að fá
loksins fundið þig.

En ég þrái að fá - loksins fundið þig

(I still haven't found what I'm looking for - U2)

Lone Walk

Bak við fossins þunga nið

Bak við sólarlagsins hlið

Þar þín ég bíð

Þar sem döggin vætir grund
þar sem ársól vermir lund

Þar ég bíð – en án þín

Með eða án þín

Með eða án þín

Straumur lífs mig hefur leitt

Ég eignast allt – og ekki neitt

Og ég bíð – en án þín

Með eða án þín

Með eða án þín

Ekkert er

Með eða án þín

Það svo augljóst öllum er

Það svo augljóst öllum er

Það er svo

Það er svo

Það svo augljóst öllum er

Ég bundinn er
bældur, særður, hef ég ei

Áunnið neitt - eða
öðru burtu eytt.

Það svo augljóst öllum er

Það svo augljóst öllum er

Það er svo

Það er svo

Það svo augljóst öllum er

:,: Með eða án þín

Með eða án þín

Ekkert er

Með eða án þín:,:

Með eða án þín

(With or without you - U2)

Dramatic Red and Black Motorcycle Shot

Hjóla ræsi röðul
roðastálin finn stinn.

Sestur er í söðul
sæluhrollin ég finn.

Ég hef frelsi á mótorfáki
ferðast heiminn á enda get.
Frjáls að ferðast ég er, (þá ég)

Frjáls á fákinum fer.

 

Ég dái drunur heyra,
drynja mér í eyra.

Röðull minn fram rennur
reykur aftan brennur.

Ég hef frelsi á mótorfáki
ferðast heiminn á enda get.
Frjáls að ferðast ég er, (þá ég)

frjáls á fákinum fer.

 

Sanna eðli mitt er

eilífðarveg þá fer

Það er mín sanna sál
að sitja mitt jóastál.

 

:,: Frjáls þá ég fer:,:

Hjóla ræsi röðul

(Born to be Wild - Mars Bonfire)

Cross

Dropi lífsins

Ég er sá dropi sem nærir lífsins lind
Ég er sú lind í tímans straumi

Ég næri tré sem tekur smiðsins mynd
(Ég er af hans draumi)
Ég er vaggan hans – Ég er krossinn hans
Ég er vöggubarn sem komst til manns
 

Ég er sá maður sem hátt á krossi hékk
Ég er hans tár, á jörðu fallið
Ég er sá dropi sem drjúpa‘ á jörðu fékk
Ég er það vatn.
Ég er tárið hans – Ég er dropinn hans
Ég er, ég er lífsins vatn

 

 

Ég er sú vagga sem vagga barni fékk
Ég er það barn sem komst til manns
Ég er sá maður sem hátt á krossi hékk
Ég er krossinn hans.
Ég er tárið hans – Ég er dropinn hans
Ég er það vatn frá lífsins lind.

Ég er lífsins vatn – ég er heimsins vatn
Jesús þú ert lífsins vatn

 

Jesús lífs (lífsins) vatn, Jesús

Dropi lífsins
 

Dropi lífsins

(“Jesus Springing” by Bob Chilcott)

Wedding Rings 2

Einni þér ég ann.

Eilíflega gefinn.

Enga aðra elska kann.

 

Hverful veröldin

er hissa

Þegar ástin sinn farveginn fær.

Dropar daggar

dagmál kyssa.

Morgunsól heimi kærleika ljær.

 

Eftirvænting mín

eins og döggin morguns

kyssir sérhvert krónublað.

Líkt og blóm sem kossins bíður

þá birtir um dag,

Bíð ég þín hvert sólarlag.

         

                     Sr. Gunnar Sigurjónsson

Einni þér ég ann

(When I fall in love - 

Nat King Cole

written by:Edward Heyman, Victor Young

Rock Star

Þegar allt er svart
og ekkert lengur bjart
Þegar lífið virðist vera mögl og kvart.
Þegar syrtir að
Þegar heitt ég bað 
Þegar von var engin, þá fann ég það 
Þú varst nærri mér 
og fann ég fyrir þér 
Þegar mest þig vantar varstu þegar hér  
Viltu veikan styðja
og illsku ryðja
Losa synda viðja
heyr mig auma/n biðja, til þín 

CHORUS: 

Náð þín nægir mér 
Já, því að - náð þín nægir mér 

Í lífsins boðaföllum 
birtist mér og öllum 
þá erfitt er á völlum
Stendur þú með mér 
styrk ég fæ af þér 
Náðin þín og gæska fyrir öllu sér 
Þegar ekkert á 
enga von ég sá 
Þegar bið ég þess að von ég fá‘ að sjá 
Viltu veikan styðja
og illsku ryðja
Losa synda viðja
heyr mig auma/n biðja, til þín 

CHORUS 

Náð þín er nægjanleg - því 
Náð þín nægir mér 
Ég þarfnast einskis, því 
Náð þín nægir mér 
Hún er nægjanleg 
Ég þarfnast einskis 
Ég þarfnast einskis, því að 
Náð þín nægir mér 
Já, því að 
Náð þín nægir mér 
Já, því að 
Náð þín nægir mér 
Ég þarfnast einskis – því að 
Ég þarfnast einskis, náð þín
nægir mér.

Náð þín nægir mér

(She shook me all night long - AC/DC)

bottom of page